Gengið til viðræðna um viðbyggingu við Árskóla

logo_arskoliSveitastjórn Skagafjarðar ákvað á fundi sínum í gær með átta atkvæðum að ganga til viðræðna við kaupfélag Skagfirðinga á grundvelli tilboð þess um fjármögnun á lokaáfanga Árskóla á Sauðárkróki. Bjarni Jónsson, sat hjá við atkvæðagreiðsluna.

 

Tillagan sem samþykkt var eftir viðbótartillögu frá sjálfstæðismönnum gerir ráð fyrir að leitað til hagdeildar Sambands íslenskar sveitarfélaga og lánasjóðs sveitarfélaga um mat á verkefninu s.s. lánamöguleikum og frekari hagspá á grundvelli skýrslu sem KPMG vann fyrir sveitarfélagið Skagafjörð um máið.

 

Bjarni Jónsson óskaði bókað að hann teldi í ljósi skýrslu KPMG að sveitarfélagið ráði ekki við þær fjárskuldbindingar nú sem stækkun Árskóla fæli í sér. Slík skuldsetning ásamt neikvæðri rekstrarniðurstöðu sveitarfélagsins gæti að óbreyttu orðið því ofviða og leitt til mikils niðurskurðar í þjónustu og torveldað möguleika á að sinna örðum verkefnum. Þá lofaði Bjarni frumkvæði Kaupfélags Skagfirðinga og taldi athugandi að félagið kæmi  til samstarfs við sveitarfélagið í smærri og viðráðanlegri verkefnum eins og t.d. viðhaldi mannvirkja í eigu sveitarfélagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir