Gauti í 4. sæti á EB-3
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
21.06.2010
kl. 08.27
Evrópubikarkeppnin í frjálsíþróttum 3. deild
fór fram í Marsa á Möltu helgina 19.- 20. júní. Þar kepptu 15 lið Evrópuþjóða. Gauti Ásbjörnsson keppti í stangarstökki og varð í 4. sæti.
Gauti stökk 4,50m en keppandinn er hafnaði í þriðja sæti stökk 4,70m. Lið Íslands hafnaði í 4. sæti, tókst því ekki ætlunarverkið, að vinna sig upp um deild. Það voru Danir sem sigruðu og Búlgarir fylgja þeim upp í 2. deild.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.