Gamlársdagshlaup 2009
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
30.12.2009
kl. 14.40
Að venju er blásið til Gamlársdagshlaups á Sauðárkróki á síðasta degi ársins og hefst kl. 13:00 frá Íþróttahúsinu. Skráning á sama stað hálftíma fyrr.
Hlauparar geta valið sér vegalengd eftir eigin höfði að hámarki 10 km. Ekki er skylda að hlaupa því fólk má ganga, skokka og jafnvel hjóla og engin tímataka er í gangi og því tilvalið fyrir alla að mæta hvort sem fólk er í formi eða ekki. Maður er manns gaman segir máltækið og á vel við hér.
Ekki er krafist þátttökugjalds en fólk á möguleika á vinningi þar sem í boði verða úrdráttaverðlaun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.