Gæsileg uppskeruhátíð hestamanna að baki

Hestaíþróttamenn Skagafjarðar. Bjarni Jónasson, Ástríður Magnúsdóttir, Bryndís Rún Baldursdóttir og Ásdís Ósk Elvarsdóttir Mynd: Haraldur Ingólfs

Hestamenn í Skagafirði gerðu sér dagamun á laugardagskvöldið síðasta og efndu til uppskeruhátíðar í Menningarhúsinu Miðgarði og fögnuðu góðu ári.

Heimilisfólkið á Flugumýri taka við verðlaunum fyrir hönd Seiðs frá Flugumýri II, hæst dæmda kynbótahrossi Skagafjarðar 2009 Mynd Haraldur Ingólfs

Fjöldi manns mætti á hátíðina sem þótti takast mjög vel og gefur góða von til að hestamannafélögin í Skagafirði haldi áfram að fagna árangri sinna manna saman í einni stórri veislu. Steinn Ármann Magnússon leikari var veislustjóri og og Magni Ásgeirs, Matti Papi og Paparnir sáu um að fólk syngi og skemmti sér bæði á borðhaldi og balli.

Bjarni Jónasson tekur við Kraftsbikarnum úr hendi Eymundar í Saurbæ

Uppskeruhátíð er til þess að fagna uppskeru ársins og var það gert svikalaust. Hestaíþróttaráð UMSS veitti viðurkenningar til Hestaíþróttamanna Skagafjarðar sem að þessu sinni voru, í flokki:

-fullorðinna, Bjarni Jónasson

-ungmenna, Ástríður Magnúsdóttir

-unglinga, Bryndís Rún Baldursdóttir

-barna, Ásdís Ósk Elvarsdóttir

 

Steinn Ármann og Magni súu til þess að allir skemmtu sér vel. Mynd: Haraldur Ingólfs

Hrossaræktarsamband Skagfirðinga veitti viðurkeningar fyrir ræktendur skagfirskra heimsmeistara, ræktunarbú ársins, hæst dæmda kynbótahross Skagafjarðar og ein sem er ný af nálinni en það er Kraftsbikarinn sem gefinn er af Eymundi Þórarinssyni í Saurbæ. Þann bikar hlýtur sá kynbótaknapi sem telst hafa náð bestum árangri á árinu. Að þessu sinni féll hann Bjarna Jónassyni í skaut. Ræktendur skagfirskra heimsmeistara fengu sín verðlaun en þeir eru  Jón Geirmundsson ræktandi Sprota frá Sjávarborg og Björn Sveinsson ræktandi Tinds frá Varmalæk. Hafsteinsstaðir var valið ræktunarbú ársins 2009 og hæst dæmda kynbótahross Skagafjarðar 2009 var Seiður frá Flugumýri II

Óli á Hellulandi klikkaði ekki frekar en venjulega þegar matur er annarsvegar. Mynd: Haraldur Ingólfs

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir