"Gærurnar" gefa styrk
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2009
kl. 13.51
Gærurnar er hópur kvenna á Hvammstanga sem rekur nytjamarkað á hverju sumri. Einkunnarorð nytjamarkaðarins eru "Eins manns rusl er annars gull". Markaðurinn er opinn hvern laugardag á sumrin.
Afrakstrinum eftir sumarið er varið í góðgerðamál í héraðinu og í ár fór einn styrkurinn til Leikskólans Ásgarðs á Hvammstanga, að verðmæti 100.000 kr. til myndavéla- og leikfangakaupa. Hluti af Gærunum mætti í Ásgarð í morgun til að afhenda styrkinn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.