Fyrsti jólasveinninn væntanlegur í kvöld

Þetta er ekki einn af hefðbundnu jólasveinunum heldur Steini Ástvalda

Nú líður að því að alvöru jólasveinar fari að láta sjá sig í mannabyggðum. Ekki þarf að minna börnin á það að sá fyrsti kemur í nótt og skórinn því settur í gluggann í kvöld.
En gott er að minna alla á í hvaða röð þeir koma og hvetja alla að vera stillta og prúða svo kartafla endi ekki í skónum.
1. Stekkjastaur
2. Giljagaur
3. Stúfur
4. Þvörusleikir
5. Pottasleikir
6. Askasleikir
7. Hurðaskellir
8. Skyrgámur
9. Bjúgnakrækir
10. Gluggagægir
11. Gáttaþefur
12. Ketkrókur
13. Kertasníkir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir