Fyrsti diskurinn kominn út hlustið á hljóðdæmi á Feyki

Bróðir Svartúlfs

Drengjabandið Bróðir Svartúlfs sem kom sá og sigraði í Músíktilraunum sl. vor var að fá í hendurnar sinn fyrsta geisladisk sem ber heitið því frumlega nafni Bróðir Svartúlfs. Strákarnir stefna á útgáfutónleika á Mælifelli föstudagskvöldið 23 október og hefjast tónleikarnir hálf níu.Hvernig diskur er þetta? – Þetta er 6 laga hádramatískur diskur, fullur af fegurð og ljótleika sem vellur af munni Arnars Freys í raun fundust okkur textarnir svo góðri að við ákváðum að gefa þá út í sér hefti sem fylgir disknum, útskýrir Helgi Sæmundur. –Textarnir eru nefnilega eins flottir og þeir eru svolítið óskiljanlegir í hljóði og því vildum við sjá til þess að boðskapurinn skilaði sér alla leið, bætir Sigfús við.

Hvar verður hægt að kaupa diskinn? –Hann verður fáanlegur í öllum helstu plötubúðum en fyrir fólkið okkar hér fyrir norðan verður hægt að nálgast hann í verslun allra Skagfirðinga, Skagfirðingabúð auk þess sem hægt verður hægt að kaupa hann á sérstöku tilboðsverði á útgáfutónleikunum. Allt fyrir aðdáendurna.

Hvað með Fúsalega helgi verður hún ekkert útundan þessi misserin? –Heyrðu nei við reynum að troða henni að inn á milli. Fúsaleg helgi mun hita fólk upp fyrir Bróðir Svartúlfs auk þess sem bandið verður með tónleika á Mælifelli fljótlega bara svona til þess að halda okkur við, svarar Helgi Sæmundur.

Nú er kominn diskur og þið enn þá bara hér heima í sveitinni stefnið þið eitthvað lengra með Bróðir Svartúlfs. –Við Helgi erum reyndar bara tveir hérna núna hinir þrír eru allir fluttir suður. Þannig að bandið er í fjarbúð þessa dagana og við hittumst bara þegar við erum að spila. Ætli það endi ekki með því að við Helgi eltum hina suður.

Í leit að frægð og fram þá? –Já, ekki spurning.

Hægt er að hlusta með því að smella hér fyrir neðan.

Menningarráð Norðurlands vestra studdi útgáfu disksins menning-logo

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir