Fyrirlestur um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu :: Vísindi og grautur
Miðvikudaginn 22. mars kl. 11.15 til 12.00 verður boðið upp á fyrirlestur á netinu í fyrirlestrarröð Ferðamáladeildar Háskólans á Hólum – Vísindi og grautur. Fjallar hann um áhrif Covid19 á viðskiptamódel í ferðaþjónustu í þremur löndum, þ.e. Lettland, Danmörk og Ísland. Fyrirlesari er Björn M. Sigurjónsson (bjsi@eadania.dk), lektor við Erhversakademíuna í Danmörku.
Björn segir frá þriggja landa rannsókn sem lýkur vorið 2023 og spannaði tvö ár. Tekin voru fyrir Ísland, Lettland og Danmörk. Erhversakademi, þar sem Björn starfar sem lektor, eru að rannsaka áhrifin af Covid19, t.d. á viðskiptamódel í ferðaþjónustu. Björn hefur einnig gert samanburð á ferðamennsku í þessum löndum, þar sem Ísland hefur mjög mikla sérstöðu.
Sérstaklega er fjallað um þau dreifingar- og viðskiptamódel sem eru að koma upp á Íslandi sem eru mjög áhugaverð og svo breytt notendahegðun á mörkuðum í Danmörku, sem fyrirtækin eiga erfitt með að bregðast við.
Rannsóknin beinist einkum að fjárhagslegri stöðu, hvernig markaðir haga sér, viðbrögðum stjórnvalda og hvort Covid19 hafði áhrif á hvernig fyrirtækin haga sér. Fyrirlesturinn kemur svo aðeins inn á ástandið eftir Covid19, þar sem Úkraínu stríðið hefur miklu alvarlegri áhrif á ferðaþjónustuna í Danmörku heldur en Covid19, hins vegar virðast áhrifin á Ísland miklu minni.
Gert er ráð fyrir að fyrirlesturinn taki um 30 mínútur og svo er boðið upp á stuttar umræður síðustu 15 mínúturnar.
Fyrirlesturinn fer fram á netinu og hægt að nálgast hann HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.