Fýluferð til Reykjavíkur
feykir.is
Vestur-Húnavatnssýsla
01.10.2009
kl. 09.26
Fulltrúar Húnaþings vestra héldu í gær sem leið lá suður til Reykjavíkur en þar höfðu þau verið boðuð á fund fjármálanefndar alþingis. Fundurinn hafði heimafyrir verið vel undirbúinn en þegar á reyndi reyndist ferðalag fulltrúanna hálfgerð fýluferð því mikið annríki var í alþingishúsinu og enginn mátti vera að því að sinna sveitastjórnarfólki að norðan.
Ekki hefur verið boðaður nýr fundur sveitastjórnarfólks með nefndinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.