Fylltar kjúklingabringur og frönsk súkkulaðikaka - Matgæðingar vikunnar
Að þessu sinni eru það Aðalheiður Sif Árnadóttir og Róbert Freyr Gunnarsson á Skagaströnd sem bjóða upp á girnilegar fylltar kjúklingabringur og franska súkkulaðiköku í eftirrétt. Aðalheiður og Róbert voru matgæðingar Feykis fyrir þremur árum og skoruðu þau á hjúkrunarfræðinginn Sigríði Stefánsdóttir og sjávarútvegsfræðinginn Halldór Gunnar Ólafsson að koma með næstu uppskrift.
Aðalréttur
Fylltar kjúklingabringur
4 kjúklingabringur – skorinn vasi í þær og fyllingin sett þar inn í og lokaðar lauslega með t.d. tannstönglum.
Fylling:
- 1 dós fetaostur, með olíunni.
- 1 poki Pistasíu hnetur, kjarninn tekinn og mulinn vel niður.
- 3 – 4 msk rautt pestó
Öllu blandað saman, fyllingin sett inn í bringurnar og lokað lauslega fyrir. Kryddað að eigin vali og inn í ofn á 180-200°C í 30-40 mínútur.
Sósa:
- 1 laukur, saxaður
- 1 stór poki spínat
- Rjómi (slatti)
- 1/3 flaska hvítvín (200-300ml)
- 2 msk kjúklingakraftur
Laukur og spínat steikt á pönnu upp úr olíu. Rjóma, hvítvíni og kjúklingakrafti bætt út í. Smakkað til og bragðbætt eftir þörfum. Mælum með þýsku hvítvíni sem heitir MOSELLAND ARS VITIS RIESLING.
Meðlæti:
Mjög góðar fylltar kartöflur
- Nokkrar meðalstórar kartöflur
- Sýrður rjómi
- Rifinn ostur (eftir hentugleika)
- Sveppir
- Blaðlaukur
- Steinselja
- Paprika
- Hvítlaukur
Setjið kartöflurnar í ofninn í ca. 30 mín á 180-200°C. Takið þær út, skerið til helminga og hreinsið innan úr þeim. Grænmetið saxað smátt niður og blandað við sýrða rjómann ásamt kartöfluinnvolsinu og hrærtt vel saman. Fyllið aftur í kartöflurnar og stráið osti yfir. Setjið aftur inn í ofninn í 15-20 mín.
Eftirréttur
Frönsk súkkulaðikaka
- 4 egg
- 2 dl sykur
- 200 gr smjör
- 200 gr suðusúkkulaði
- 1 dl hveiti
Þeyta egg og sykur vel saman. Bræða súkkulaði og smjör við vægan hita. Blanda hveiti saman við sykur og egg, bæta súkkulaðibráð varlega út í deigið. Baka í vel smurðu tertuformi í 45 mínútur við 170°C. Taka kökuna fljótlega úr forminu og skella á disk.
Súkkulaðibráð
- 50 gr smjör
- 100 gr suðusúkkulaði
- 1-2 mts síróp
Allt sett saman í pott og brætt saman við vægan hita og sett ofan á kökuna. Gott er að hafa þeyttan rjóma og jarðaber með.
Verði ykkur að góðu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.