Fundur um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu skilaði miklu
Gott fyrirtæki var sannarlega eitt sinn aðeins hugmynd. Þetta var meginmál ræðumanna á fundi um atvinnutækifæri í ferðaþjónustu sem haldinn var á Skagaströnd í síðustu viku.
Fundurinn var ætlaður sem hvatningafundur fyrir þá sem áhuga hafa á að hasla sér völl í ferðaþjónustu en vantaði upplýsingar. Nokkrir reynsluboltar voru ræðumenn og miðluðu fundargestum af þekkingu sinni.
Fundarboðendur voru Sveitarfélagið Skagaströnd, Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra, Markaðsstofa ferðamála á Norðurlandi og Ferðamálasamtök Norðurlands vestra
Fundinn setti Adolf Berndsen oddviti sveitafélagsins Skagstrandar. Hann ræddi um hvernig ferðaþjónustan hefði fengið byr undir báða vængi og eftir hrunið hefði orðið ákveðin hugarfarsbreyting. Á Skagaströnd hefði bæjafélagið eflst með því að opinberum störfum hefur fjölgað en sterk innviði og öflugt samfélag er forsenda blómlegrar ferðaþjónustu. Hann nefndi uppbyggingu sem þegar hefði átt sér stað. Kántrýbær skiptir miklu máli og Nes listamiðstöðin hefur bæst við. Listamenn sem þangað koma hafa fullyrt að hún standist þeirra væntingar og þá um leið að Skagaströnd hefur allt að bjóða sem gestir þurfa.
Sjá nánar á Skagaströnd.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.