Frumsýningu á Litlu hryllingsbúðinni frestað

 
Það var mikil eftirvænting eftir frumsýningu Leikfélags Sauðárkróks á Litlu hryllingsbúðinni í leikstjórn Valgeirs Skagfjörð. Frumsýna átti að hefjast kl. 20 í kvöld en eins og alltaf getur gerst þá komu upp veikindi í leikarahópnum og því hefur þurft að fresta sýningu. Samkvæmt upplýsingum Feykis verður staðan tekin að nýju á þriðjudag og þá kemur í ljós hvort hægt verið að frumsýna á miðvikudag.
 
Í tilkynning frá Leikfélagi Sauðárkróks segir: „Miðahafar á tix.is fá tölvupóst um næstu skref og þau sem áttu pantað í gegnum síma eru beðin um að hafa samband þangað varðandi miðapöntun á aðra sýningu. Við afsökum innilega ónæðið sem þetta kann að valda en ekkert hægt að gera við þessu. Þeir sem ekki eiga miða eru hvattir til að tryggja sér miða í tæka tíð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir