Frost á Fróni

Nýprents-skutlan undir sæng.

Allir helstu vegir á Norðurlandi vestra eru færir þrátt fyrir að talsvert magn af snjó hafi fallið eða fokið til jarðar nú yfir jólahelgina. Víðast hvar er hálka eða hálkublettir á vegum en á mörgum sveitaveginum er þó krap og snjór og rétt að benda vegfarendum á að fara varlega við þessar aðstæður.

Veður er stillt og vindurinn sennilega frosinn í Skagafirði en nú um klukkan 10 var blankalogn á Sauðárkróks flugvelli en frost 15 gráður.

Veðurstofan gerir ráð fyrir áframhaldandi frosti og yfirleitt hægri norðanátt fram yfir helgi og ekki útlit fyrir annað en hinar ákjósanlegustu aðstæður til að skjóta upp flugeldum. Nema auðvitað fyrir búfénað sem hefur víst ekki sömu ánægju af sprengingum og skothríð og mannfólkið.

oli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir