Frönsk lauksúpa í forrétt
Að þessu sinni ætla þau Erla Björg og Agnar Friðrik, sem voru voru matgæðingar Feykis fyrir þremur árum, að bjóða upp á franska lauksúpu, Tortellini í ostasósu og óhemju girnilega ostaköku.
Forréttur
Frönsk lauksúpa
- 2 stórir laukar
- ½ l vatn
- 2 tsk. soðkraftur
- 10 g. smjörlíki
- 1/8 tsk. timian
- 1/8 tsk. chilliduft
- Litlar brauðsneiðar (heilhveiti)
- Ostur, rifinn.
- Smjördeig (má sleppa)
Aðferð:
Búðu til soð með að leysa soðkraftinn upp í vatninu. Hreinsaðu laukinn og skerðu hann í mjög þunnar sneiðar eða saxaðu hann smátt allt eftir smekk. Bræddu smjörlíki í potti og hitaðu laukinn í því í c.a 5 mín. eða þangað til hann er orðinn mjúkur en passa að brúna hann ekki!! Helltu soðinu út í pottinn og láttu sjóða við vægan hita í um 15-20 mín.
Kryddaðu og láttu súpuna í eldfast mót. Raðaðu ofan á súpuna ristuðum brauðsneiðum og stráðu rifna ostinum ofan á þær. Því næst penslarðu eggjarauðu á barminn á eldfasta mótinu og setur þunna köku af smjördeigi yfir ostinn. Passa að smjördeigið nái alveg yfir réttinn eða myndi einskonar lok, það er svo penslað með rauðunni. Glóðaðu réttinn þar til deigið er orðin gullinbrúnt.
Aðalréttur
Tortellini í ostasósu
- 1 pakki tortellini
- Statti broccoli
- ½ piparostur
- 1 paprika
- 1 laukur
- Ostur
- 2-3 hvítlauksrif
- Grænmetiskrafur (smá)
- 2-3 dl. léttmjólk
Aðferð:
Tortellini og broccoli soðið og sett í eldfast mót. Laukur , hvítlauksrif og paprika söxuð og léttsteikt í olíu. Brytjið piparostinn og hreinsið aðeins utan af honum. Léttmjólk og osti er bætt út í steikta grænmetið og hrært í þar til osturinn er bráðinn. Grænmetiskraftinum er svo bætt út í í lokin og látið krauma í 2 mínútur.
Því næst er ostasósunni hellt yfir tortellini/broccoliið og ostur settur yfir allt saman þannig að það þekur blönduna og bakað í ofni í 10-15 mínútur við 180°C eða þar til osturinn er bráðinn.
Eftirréttur
Mars-Twix ostakaka
Botn:
- 50 g heilhveitikex
- 75 g smjör
- 3 stk. Twix ( u.þ.b. 180 g )
Fylling:
- 400 gr. rjómaostur
- 100 gr. sykur
- 40 gr. púðursykur
- 40 gr. smjör
- 1 dl. rjómi
- 1 dós sýrður rjómi (18%)
- 3 stk. Mars ( u.þ.b. 150 g )
- 2 matarlímsblöð
Aðferð:
Skerið Twix súkkulaðið í bita og setjið í matvinnsluvél ásamt kexinu og myljið smátt. Hrærið smjörinu svo saman við að síðustu. Hellið mylsnunni í meðalstórt smelluform og þrýstið henni niður á botninn og u.þ.b. 3-4 cm. upp með hliðunum.
Kælið í að minnsta kosti 30-40 mínútur.
Skerið Mars í bita.
Hrærið rjómaostinn vel saman með sykrinum í matvinnsluvél og blandið svo sýrða rjómanum saman við með sleikju.
Leggið matarlímsblöð í kalt bað í nokkrar mínútur.
Hitið rjómann, kreistið vatnið úr matarlímsblöðunum og bræðið þau í rjómanum, og hrærið saman við ostablönduna með sleikju.
Setjið ½ dl. rjóma í pott , ástamt smjöri og púðursykri og hitið að suðu.
Látið sjóða í 2 mínútur og hrærið stanslaust í á meðan.
Hellið svo helming af ostablöndunni yfir kexskelina, þar næst Mars í bitum og svo restina af blöndunni yfir. Hellið karamellublöndunni síðast yfir og dragið þunnar rákir í ostablönduna með hníf til að fá áferð.
Verði ykkur að góðu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.