Frjálsar vísindaveiðar á þorski

Ólína Þorvarðardóttir

Gífurleg óánægja er með kvótakerfið sem hefur skilið mörg byggðarlög eftir í flakandi sárum. Viðleitni stjórnvalda til þess að breyta kerfinu hefur mætt hörku og hótunum útvegsmanna. Skapaður hefur verið skortur á leigukvóta svo margir hafa neyðst til að binda báta sína við bryggjur. Með þessu er verið að mynda þrýsting á stjórnvöld gegn boðaðri fyrningarleið. 

 Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir í grein hér á Feyki.is. Hún segir að atvinnugreinin skuldi 550 milljarða og grimmdarstríð skollið á og óvíst um lyktir. Við þetta bætist svo óeiningin um hina árlegu veiðiráðgjöf og fiskveiðistjórnunina hjá Hafró. -Hér er mikið í húfi, segir Ólína og bendir á að  fiskimiðin séu okkar verðmætasta auðlind. -Aldrei hefur verið brýnna að ná fram „hagkvæmri nýtingu" fiskistofna og tryggja með því „trausta atvinnu og byggð í landinu" sem er markmið  fiskveiðistjórnunarlaga.

Sjá nánar HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir