Frístunda-og skíðastrætó í dag
feykir.is
Skagafjörður
22.01.2010
kl. 08.21
Eins og venja er gengur Frístundastrætó úr Fljótum, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð í dag, föstudag til Sauðárkróks í Hús Frítímans.
Boðið verður uppá skemmtilegt tómstundastarf þar. Einnig býðst krökkum í 4.- 10. bekkjum að fara með Skíðastrætó uppá skíðasvæðið í Tindastóli. Þar geta þeir fengið lánuð skíði og bretti án endurgjalds. Aðgangur í lyftuna kostar 800.- og rútugjald báðar leiðir er 300.- Farið er kl. 14.00 frá Húsi frítímans og lagt af stað af skíðasvæðinu kl. 17.00
Skráning f. krakka á Sauðárkróki í síma Húss frítímans 4556109 en aðrir skrá sig í sínum skólum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.