Friðarganga í morgunsárið
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
27.11.2009
kl. 08.24
Nú klukkan hálf níu munu nemendur Árskóla mynda friðarkeðju að krossinum á Nöfunum en það er árlegur viðburður í upphafi aðventu að kveikja á krossinum á þennan hátt. Að lokinni friðargöngu er öllum boðið upp á kakó og piparkökur á lóð skólans við Freyjugötu.
Feykir.is mun að venju taka þátt í friðargöngunni og verður því lítið um uppfærslur þar til að friðargöngunni lokinni.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.