Frelsi í Varmahlíðarskóla
Síðastliðið föstudagskvöld settu nemendur 7. - 10 bekkja Varmahlíðarskóla á svið dans- og söngleikinn Frelsi eftir Flosa Einarsson og Gunnar S. Hervarsson. Leikstjóri var Ísgerður Elfa Gunnarsdóttir
Frelsi fjallar um unglingsstúlkuna Fríðu sem flytur í bæ einn úti á landi, þar sem hún verður fljótlega fyrir aðkasti jafnaldra sinna. Hún eignast þó tvo vini sem einnig sitja uppi með háðsglósur bekkjarfélaganna. Dag einn kemur illur andi inn í líf þeirra. Hluti unglinganna í bænum berst gegn þessum illa vætti á meðan aðrir fylkja liði um hann. Uppgjör er óumflýjanlegt! Viðfangsefni söngleiksins tengist að hluta til þjóðsagnaarfi Íslendinga en fjallar þó fremur um ýmis gildi í mannlegum samskiptum, tækninýjungar og tísku.
Fleiri myndir frá uppsetningunni má sjá hér
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.