Framsóknarmenn vilja hefja viðbyggingu við Árskóla
Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar hefur kynnt sér skýrslu þá sem KPMG gerði fyrir Sveitarfélagið Skagafjörð, vegna fyrirhugaðrar stækkunar á Árskóla. Það er niðurstaða stjórnarinnar að öll rök mæli með því að nú þegar verði hafist handa við stækkunina, á grundvelli tilboðs Kaupfélags Skagfirðinga eins og gerð er grein fyrir í skýrslunni.
Framsóknarfélag Skagafjarðar hafði á stefnuskrá sinni fyrir síðustu kosningar að gera átak í skólamálum á Sauðárkróki.
Þar sem bygging leikskóla er vel á veg komin þarf einungis að setja þetta verkefni í gang til að hægt sé að segja að aðstaða til skólahalds á Sauðárkróki sé vel samkeppnisfær við önnur byggðalög og þannig sköpuð umgjörð til að laða frekar að fólk og fyrirtæki til Skagafjarðar.
Stjórn Framsóknarfélags Skagafjarðar skorar á sveitarstjórnarfulltrúa Sveitarfélagsins Skagafjarðar að leggjast á eitt, að setja þetta brýna verkefni af stað sem allra fyrst.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.