Framsóknarmenn og Samfylking í viðræðum
Meirihlutaviðræður milli Framsóknarmanna og Samfylkingar hafa staðið yfir í Skagafirði frá því á sunnudagskvöld en að sögn Stefáns Vagns Stefánssonar var þetta talið eðlilegasta skrefið þar sem meirihlutinn hélt.
Aðspurður um hvort ekki hefði verið eðlilegra að ræða við einhverja aðra í ljósi slæmrar útkomu Samfylkingar sagði Stefán að tekin hafi verið ákvörðun um að ef meirihlutinn héldi yrði þetta 1. skrefið.
Genguð þið þá bundin til kosninga? -Nei, nei enda er ekki búið að mynda meirihluta.
Hvað með Árskóla nú greindi ykkur á með aðferðafræðina við Árskóla munuð þið ná saman um það mál? -Ég mun ekki tjá mig um einstök efnisatriði meirihlutasamstarfs en þetta eru hlutir sem við þurfum að ræða ásamt mörgu öðru.
Sveitastjórastaða, verður hún auglýst? -Þarna er aftur atriði sem við ráðum ekki ein og þurfum að semja um. Við sögðum í baráttunni að ráða þyrfti faglega í þessa stöðu og munum halda okkur við það.
Að sögn Stefáns liggur ekki fyrir hversu langan tíma flokkarnir tveir ætla að gefa sér til þess að ná saman enda sé enginn lax sem reki á eftir hlutunum í Skagafirði.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.