Framsóknarmenn fagna samstöðu um Árskólabyggingu
feykir.is
Skagafjörður
12.10.2009
kl. 11.16
Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar, sem haldinn var í síðustu viku, hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fundarmenn lýsa ánægju sinni með þá breiðu samstöðu sem er að skapast í sveitarstjórn um uppbyggingu Árskóla.
Er það mat fundarmanna að framkvæmdin muni leiða til hagkvæmara og betra skólastarfs á Sauðárkróki og tryggja um leið fjölda manns vinnu á byggingartímanum sem sé mikilvægt við þær aðstæður sem uppi eru í samfélaginu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.