FRÆÐSLUKVÖLD hjá skeiðfélaginu Kjarval

Guðmar Magnússon og Fjölnir frá Sjávarborg á Fákaflugi 2009. Mynd: Sigurlína Magnúsóttir

Nú er tækifæri til að slá tvær flugur í einu höggi, fræðast um skeið og fá sér einn kaldann með skeiðfélaginu Kjarval næsta föstudagskvöld en þá verður almennur fundur með léttu ívafi í anddyri reiðhallarinar Svaðastöðum á Sauðárkróki og hefst kl. 20:30 

Á fundinn mætir Þórarinn Eymundsson og verður með erindi um skeið og þau Pétur Örn og Heiðrún Eymundsdóttir sýna mynd, sem þau gerðu um skeið. Skeiðfélagið vonast til að sem flestir mæti, og hafi góða skapið með sér. Aðgangseyrir kr.500 og hægt verður að kaupa kaffi og öl af reiðhallarstjóranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir