Fræðslufundaröð: Vísindi og grautur
Ferðamáladeild Háskólans á Hólum gengst fyrir fyrirlestrarröð á haustdögum 2009. Fyrirlestrarnir verða á föstudögum kl. 11.30 í kennslustofu deildarinnar í skólahúsinu á Hólum í Hjaltadal. Að fyrirlestri loknum geta gestir keypt hádegisverð að hætti Hólamanna.
25. september. Guðbjörg Guðmundsdóttir landslagsarkitekt:
Hvernig sjáum við landslag? landnotkun, skipulag og landgæði
Fólk upplifir landslag á mjög mismunandi hátt. Er hægt að meta landið án þess að sjónrænir þættir hafi áhrif á matið? Landslagsgreining út frá eiginleikum með tilliti til skipulags og framtíðarnotkunar.
23. október. Jakob Frímann Þorsteinsson aðjúnkt:
Aksjónmenn í skólastofunni. Hvernig lærum við af reynslunni?
27. nóvember. Helgi Jónsson jarðfræðingur:
Reykjanesskagi: jarðfræði og eldfjallagarður
Eldvirkni og höggun móta landslag á Reykjanesskaga á suðvesturhorni landsins. Þar er að finna nánast allar gerðir eldvarpa og þar gengur hryggjarkerfi Mið-Atlantshafsins á land. Uppi hafa verið hugmyndir um að gera svæðið að eldfjallagarði sem byggir á fræðslu, ferðaþjónustu og náttúruvernd. Erindið fjallar um jarðfræði og eldvirkni á Reykjanesskaga og hugmyndir um möguleg svæði inn í slíkan eldfjallagarð.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.