Frábært Króksmót um helgina
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Ljósmyndavefur
09.08.2010
kl. 13.47
Það var nóg af fótbolta leikinn á íþróttasvæðinu á Króknum um helgina. Króksmótið tókst hið besta við fínar aðstæður þar sem vel á níunda hundrað fótboltakempur léku listir sínar og sumir hverjir að taka þátt í sínu fyrsta knattspyrnumóti. Það var því líf og fjör á vellinum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum sem ljósmyndari Feykis tók um helgina.
Úrslit og enn fleiri myndir frá mótinu er að finna á heimasíðu Króksmóts.
Myndasyrpan hefst á nokkrum myndum frá kvöldvöku í Grænuklaufinni á laugardagskvöldið en þar sá Ingó Veðurguð um að koma öllum í gott skap og fór létt með það. Eldri myndasyrpa frá Króksmóti birtist á laugardaginn var.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.