Frábær laxaforréttur á nýju ári
Þau Dagný Sigurlaug Ragnarsdóttir og Örn Óli Andrésson ábúendur á Bakka í Víðidal voru fyrstu matgæðingar Feykis árið 2010. -Við ætlum nú bara að hafa þetta hefðbundið og bjóðum upp á forrétt, aðal- og eftirrétt. Þetta eru allt réttir sem eru góðir einir og sér, sögðu þau Bakkahjón í Feyki.
Forréttur.
Laxa-rillette.
- 300g ferskur lax, roðlaus (betra að nota sporðbitann)
- Safi af ½ sítrónu
- ½ tsk. salt
- 150g reyktur lax, roðlaus
- 1 tsk. dill
- 1-2 tsk. grófkorna sinnep
- 1 dl sýrður rjómi
Hitið ofninn í 180°C. Pakkið ferskum laxi í álpappír ásamt sítrónusafa og salti. Bakið í ofni í 15mín. og kælið. Saxið reyktan lax smátt og blandið honum saman við dill, sinnep og sýrðan rjóma. Losið bakaða laxinn sundur með gaffli og blandið saman við. Berið fram með mildu kexi eða ristuðu brauði.
Aðalréttur
Nautahakkspasta.
- 800g nautahakk
- 2 stórir laukar
- 1 ½ msk oregano
- 4 hvítlaukrif
- 2-3 tsk kjötkraftur
- 1dl tómatsósa
- 1ds niðursoðnir tómatar
- ¼ ds ananas
- 1 tsk salt
- 1ds, 200g sýrður rjómi 10% eða 18%
- 1dl vatn
- 3-400g pasta
Sjóðið pastað eftir leiðbeiningum á umbúðum. Skerið laukinn í sneiðar og brúnið í smjöri. Takið laukinn af pönnunni og brúnið kjötið vel. Blandið lauki, kryddi, tómötum og ananas út í ásamt vatni og sjóðið við vægan hita í 10-12 mín. Bætið sýrðum rjóma út í og sjóðið í 2-3 mín. Hellið pastanu á sigti og skolið undir köldu vatni. Setið pastað út í hakkið og látið krauma í 5 mín. við vægan hita. Berið fram með ferskum tómötum og brauði. Gott er að rífa ost yfir.
Eftirréttur.
Skyrkaka.
- 1 pakki Lu kanilkex mulið
- 80g brætt smjör
- 5dl rjómi þeyttur
- 500g vanilluskyr
- 3msk bláberjasulta
- 150g bláber
- 200g jarðaber.
Blandið kexmylsnunni og smjörinu saman og þrýstið á botninn á vel smurðu smelluformi. Hrærið þeyttum rjómanum við vanilluskyrið (varlega) og hellið ofan á botninn, setjið bláberjasultuna gætilega ofan á ásamt bláberjum og jarðaberjum skornum í bita.
Verði ykkur að góðu
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.