Forvarnaverkefni tryggð vegferð

Mynd tekin af vef Húnavallaskóla

Félagsmálaráð Húnaþings vestra samþykkti á fundi sínum í gær að nýta fjármuni á fjárhagsáætlun 2009, sem ætlaðir eru til jafnréttismála til greiðslu kostnaðar vegna verkefnisins“ Hugsað um barn“.

 Félagsmálastjóri kynnti vinnu við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2010 og fór yfir helstu áherslur í henni. Félagsmálaráð leggur áherslu á að ekki verði dregið úr fjárveitingum til forvarna í áætluninni og að tryggðir verði fjármunir til greiðslu verkefna eins og t.d. „Hugsað um barn“ „ Blátt áfram“ og annarra forvarnaverkefna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir