Forvarnafundur í félagsheimilinu í kvöld

Á heimasíðu Grunnskólans á Blönduósi eru foreldrar nemenda í  8. - 10. bekk  minnti á fræðslufund á vegum Maritafræðslunnar í félagsheimilinu í kvöld klukkan 19:30.

Mælt er með því að hver nemandi eigi einn fulltrúa á þeim fundi. Foreldrum 7. bekkjar er velkomið að koma á þennan fund einnig þó svo efnið sé frekar í tengslum við það fræðsluefni sem eldri nemendur fá.

Um er að ræða forvarnarfræðslu á vegum Maritafræðslunnar. Maríta á Íslandi er forvarnasvið Samhjálpar. Aðalverkefni er samstarf á vettvangi forvarnafélagsins Hættu áður en þú byrjar er varðar fræðslu um skaðsemi fíkniefna. Sjá frekari upplýsingar á vefnum http://www.marita.is/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir