Forkastanleg vinnubrögð ríkisins
Aðalfundur Framsóknarfélags Skagafjarðar undrast þær áherslur sem fram hafa komið í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar er lúta að landsbyggðinni og sérstaklega að Norðurlandi vestra.
Í ályktuninni segir; - Allir eru meðvitaðir um að það þarf að draga saman í ríkisrekstri en fundurinn gerir þá kröfu að í því verkefni hafi ríkisstjórnin það að leiðarljósi að jafnræðis sé gætt milli landshluta og að sérstaklega sé horft til þess að stór svæði utan áhrifasvæðis höfuðborgarinnar nutu að engu eða litlu leiti þess uppgangs sem var fyrir efnahagshrunið.
Niðurlagning sýslumannsembætta,Lögreglu, héraðsdómara og niðurskurður á fjárframlögum til Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki eru dæmi um forkastanleg vinnubrögð þar sem þessa jafnræðis er ekki gætt. Ekki hefur verið sýnt fram á sparnað af þessum tillögum en þær munu hins vegar leiða af sér verra aðgengi að þjónustu og aukinn kostnað við að fá þjónustu.
Fundurinn skorar á ríkisstjórnina að setja fram trúverðuga atvinnustefnu er leiði til uppbyggingar samfélagsins en varar við hugmyndum um stórfelldar skattahækkanir, fyrningaleið í sjávarútvegi sem og skattlagninu orkusölu því allt þetta er til þess að stöðva fjárfestingu og framþróun.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.