FNV fagnar tímamótum fyrsta vetrardag
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
16.10.2009
kl. 09.08
Í tilefni 30 ára afmælis FNV á dögunum munu stjórnendur skólans blása til hátíðardagskrár á sal Bóknámshússins laugardaginn 24. október.
Dagskráin hefst kl. 14:00 og stendur til kl. 16:00. Flutt verða ávörp og tónlistaratriði auk þess sem boðið verður upp á kaffi og meðlæti.
Verknámshús skólans verður opið almenningi sama dag á milli kl. 16:00 og 17:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.