Flokka gefur til góðra málefna
Flokka á Sauðárkróki hóf um mitt ár 2009 að selja hluti úr bílum og fleiru sem komið var með til förgunnar. Ágóðinn mun allur renna til góðra málefna en fyrstu 18 mánuðirnir munu renna til Þuríðar Hörpu.
Að sögn Ómars Kjartanssonar, framkvæmdastjóra, hefur í gegnum tíðina verið svolítið um það að fólk sé að hirða heillega hluta úr bílum, slátturvélum og fleiru sem fargað sé. -Við vorum búin að hugsa um það lengi að láta verða að því að fara að taka eitthvað smávegis fyrir þessa hluti og var þá alltaf okkar hugmynd að láta þann pening sem þar kæmi inn renna óskiptan til góðra málefna og að gert yrði upp úr þeim sjóð á Gamlársdag ár hvert, segir Ómar.
Þuríður Harpa hefur þegar fengið 81 þúsund krónur úr sjóðnum og segir Ómar að nú þegar sé farið að safnast í sjóð ársins 2010. Sannars þarna máltækið að eins mans rusl sé annars gull.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.