Flóabardagi gerður upp
feykir.is
Skagafjörður, Listir og menning
24.06.2010
kl. 14.01
Á Sturlungaslóð mun nú á laugardag standa fyrir rútuferð fyrir Skagann en ætlunin er að fara á slóðir Flóabardaga. Sem er eina sjóorrustan sem Íslendingar hafa háð sín á milli.
Mæting er við Ábæ á Sauðárkróki kl 13 og áætlaður tími 4-5 klst. Þetta er 3. ferð sumarsins á Sturlungaslóðir í Skagafirði en farið er vikulega, hvern laugardag til ágústloka.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.