Fljúgandi hálka á Holtavörðuheiði

Tveir bílar lentu utan vegar og ultu á norðanverðri Holtavörðuheiðinni á tíunda tímanum í kvöld. Óhöppin áttu sér stað á svipuðum tíma en ekki á sama stað. Mikil hálka er á heiðinni, samkvæmt lögreglunni á Blönduósi.

Talið er að enginn hafi slasast í fyrri veltunni og að eitthvað hafi verið um meiðsli hjá farþegum seinni bílsins sem valt. Þau eru þó ekki talin alvarleg.

Heimild: Rúv.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir