Flísalögn á sundlaug gengur vel
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
04.11.2009
kl. 09.05
Unnið hefur verið að flísalögn á nýju sundlauginni á Blönduósi síðustu vikur og er því verki lokið. Var tjaldað yfir sundlaugina á meðan til að hafa sem bestu vinnuaðstæður og var tjaldið fært yfir á pottana og vaðlaugina sem verða einnig flísalögð.
Þá er vinna við að ljúka tengiganginum langt komin og er skemmtilegur heildarsvipur að koma á allt verkið.
/blönduós.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.