Fleiri kjósa að brugga
Sagt var frá því í fjölmiðlum fyrir skemmstu að sala á búnaði og efnum til bruggunar hafi aukist um allt að fimmtíu prósent á síðustu mánuðum og að sala á áfengi hafi dregist saman um tæplega þriðjung sé miðað við landið allt.
Áfengi hefur hækkað um tæplega 36 % á síðustu tólf mánuðum þá aðallega vegna skattahækkana og veikingar krónunnar.
Eftir mögur ár í sölu á víngerðarefnum til hins góðærisglaða Íslendings sem vel taldi sig hafa efni á að kaupa sitt vín hefur dæmið nú snúist við hjá hinum kreppukvalda Mörlanda.
Hjá Versluninni Eyri á Sauðárkróki hefur sala á víngerðarefnum og búnaði til bruggunar aukist um allt að 30% það sem af er ári miðað við allt árið í fyrra en samkvæmt heimildum Feykis hefur vínsala ekki dregist saman hjá útibúi ÁTVR, frekar aukist ef eitthvað er.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.