Flaggað fyrir Man.Utd.

Ómar Bragi og Ásthildur búin að flagga

Mikill spenningur er nú sjáanlegur víða hjá aðdáendum Arsenal og Man.Utd en síðari leikur liðanna í undanúrslitum Meistaradeildarinnar fer fram á Emirates-vellinum í kvöld. United vann fyrri leikinn, 1-0, og er því í ákjósanlegri stöðu fyrir kvöldið.

 

 

Arsene Wenger, stjóri Arsenal er vongóður um sigur hjá Arsenal í kvöld og er bjartsýnn á það að liðið nái að sýna frábæran leik.

Nú skal flagga í tilefni dagsins

Ómar Bragi Stefánsson á Sauðárkróki er hinsvegar viss um sigur Man. Utd, og dóttir hans, Ásthildur er sama sinnis. Saman voru þau að gíra sig upp fyrir átök kvöldsins, komin í gallann með réttu músíkina í tækinu og voru að flagga.

 

 

Ásthildur tók trommusóló í tilefni dagsins

Ómar tjáði blaðamanni að þetta væri alltaf gert fyrir leiki Man.Utd., flaggað og spiluð stemningslög.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir