Fjör í fullorðinsfræðslu fatlaðra
feykir.is
Skagafjörður
09.12.2009
kl. 08.31
Fjögur námskeið eru í gangi á Norðurlandi vestra í samstarfi Farskólans við Fjölmennt - fullorðinsfræðslu fatlaðra.
Á Siglufirði eru tíu nemendur í söng og hljóðfæraleik. Í Skagafirði eru tvö námskeið í gangi: Matur og menning og Tölvunámskeið. Á Hvammstanga er nýlokið 24 tíma námskeiði í kortagerð.
Framhald verður á þessu samstarfi á næsta ári og verður undirritaður formlegur samstarfssamningur á milli Fjölmenntar og Farskólans nú í kringum áramótin.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.