Fjölnet bætir mælingakerfi
feykir.is
Skagafjörður
19.10.2009
kl. 10.54
Á heimasíðu Fjölnets býður fyrirtækið viðskiptavinum sínum að fylgjast grannt með erlendu niðurhali til þess að lenda ekki í bakreikningum vegna of mikillar notkunar.
Á www.fjolnet.is er að finna viðskiptavinavef og eiga viðskiptavinir Fjölnets að hafa aðgang inn á hann með kenni og lykilorði. Þar geta þeir séð erlent niðurhal á tölvum sínum skv. IP tölu tölvunnar.
Í orginal viðskiptaleiðum Fjölnets geta viðskiptanvinir valið á milli þriggja áskriftaleiða þar sem boðið er upp á 10, 20 eða 60 GB á mánuði. Alla umfram það kostar 2,20 MB.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.