Fjölmiðlahópur Árskóla með bloggsíðu

 IMG_8188Árskóli á Sauðárkróki fór af stað með fjölmiðlaval á þessu hausti en í valinu munu krakkarnir læra um undirstöðuatriði blaðamennsku auk þess sem farið er í hugtakið auglýsingasálfræði og tengsl þess við sölu blaðagreina og frétta.

 Það voru 6 nemendur í 9. og 10. bekk sem riðu á vaðið og hafa krakkarnir ásamt kennara sínum stofnað bloggsíðu á slóðinni skolablogg.blog.is. Á síðunni verður hægt að fylgjast með fréttum úr skólalífinu séðar með augum krakkanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir