Fjölgar mikið á atvinnuleysisskrá
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
03.11.2009
kl. 09.00
Eftir að atvinnuástand hafði lagast mikið á Norðurlandi vestra í vor og sumar fjölgaði í síðustu viku skyndilega mjög á atvinnuleysisskrá og fjölgaði atvinnulausum á svæðinu úr 88 í 119 á svo til einni viku.
Á heimasíðu Vinnumálastofnunnar má enn finna eitthvað um laus störf á svæðinu en þó verður að segjast að eins og staðan er í dag er ekki um auðugan garð að gresja á þeim bænum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.