Fjöldi umsókna um verkefnastyrki menningarráðs

menning-logo Þann 15. september sl. rann út seinni umsóknarfrestur ársins um verkefnastyrki Menningarráðs Norðurlands vestra. Alls bárust 65 umsóknir þar sem beðið er um tæpar 47 milljónir króna. Gera má ráð fyrir að til úthlutunar séu um 17 milljónir.

 

Á þessu ári hafa því alls borist 143 umsóknir til menningarráðsins þar sem óskað er eftir rúmum 100 milljónum króna til margvíslegra menningarverkefna. Er því ljóst að fjölbreytt og blómlegt líf er í menningarstarfi á Norðurlandi vestra.

 

Á fundi sínum þann 7. okt. nk. mun menningarráðið taka afstöðu til umsóknanna og mega umsækjendur búast við svarbréfi fljótlega eftir það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir