Fjöldi krakka á Æskan og hesturinn

Frá sýningu á Króknum

Sýningin Æskan og hesturinn var haldin í Top Reiter höllinni á Akureyri síðast liðinn laugardag. Óhætt er að segja að sýningarnar tókust vel og var húsfyllir  á fyrri sýninguna og góð aðsókn á þá seinni.

 

 

 

Áætla má að um 1300 manns hafi komið á þessar sýningar. Atriðin voru góð og krakkarnir stóðu sig eins og hetjur. Krakkarnir úr Húnavatnssýslunum og Skagafirði fóru reynslurík á hátíðina og voru sínum félögum til mikils sóma. Voru þau vel undirbúin með góðan hestakost.

Hægt er að sjá myndir frá Æskan og hesturinn á heimasíðu Léttis

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir