Fjölbreytt verkefni fyrir 10. bekkinga í Vinnuskólanum
feykir.is
Skagafjörður
05.05.2009
kl. 09.42
Vinnuskóli Skagafjarðar ætlar að bjóða 16-18 ára ungmennum vinnu hjá Sveitarfélaginu við afar fjölbreytt verkefni en skólinn mun hefja starfsemi í byrjun júní.
Hjá 10. bekk byrjar vinnan fimmtudaginn 4. júní og mánudaginn 8. júní fyrir 8. og 9. bekki og stendur hann til 14. ágúst. Unglingar í 7. bekk geta valið 2 vikur tímabilið 20. júlí – 14. ágúst, fyrir hádegi.
Áætlað er að Vinnuskólinn starfi á Sauðárkróki, Hofsósi, Hólum og Varmahlíð og þurfa krakkarnir að skrá sig fyrir út mánudaginn 11. maí.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.