Fjölbreytt dagskrá á árshátíð Höfðaskóla
Höfðaskóli á Skagaströnd hélt árshátíð sína þann 30. nóvember síðastliðinn. Helga Gunnarsdóttir, kennari við skólann, sendi okkur meðfylgjandi myndir og fréttir af hátíðinni:
Nemendur skólans og nemendur skólahóps Barnabóls, leikskólans á Skagaströnd, stigu á stokk og sýndu atriði. Það voru fjölbreytt atriði sem nemendur höfðu æft, allt frá dansi yfir í leikrit og frá söng yfir í vídeó. Áhorfendur skemmtu sér því konunglega, enda höfðu nemendur og kennarar lagt mikið á sig til þess að gera árshátíðina sem flottasta.
Þetta er í fyrsta sinn sem elstu nemendur Barnabóls taka þátt í árshátíð Höfðaskóla, en það kom til vegna mikillar samvinnu á milli elstu nemenda leikskólans og yngstu nemenda grunnskólans á þessu skólaári. Með yngstu nemendunum voru svo nemendur 7. bekkjar, en 7. bekkur er vinabekkur 1. bekkjar.
Eins og fram hefur komið voru atriðin margvísleg, en tilurð þeirra var það líka þar sem nemendur voru bæði að sýna frumsamin verk sem og setja klassísk verk í nýjan búning.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.