Fjölbrautaskólinn þrjátíu vetra

fjolbrautaskoliFjölbrautaskóli Norðurlands vestra á 30 ára afmæli í dag, en hann var settur í fyrsta skipti þann 22. september 1979. Fyrsti starfsmaður skólans, Jón F. Hjartarson skólameistari, tók hins vegar til starfa þann 1. ágúst sama ár.

 

Jón sagði í samtali við Feyki.is í morgun að það væri svipað hjá starfsfólki skólans og hjá Skagfirðingum og Húnvetningum þegar þeir aldursgreina hrossin sín þá telja þeir aldurinn í vetrum. –Við ætlum að gera okkur dagamun  fyrsta vetrardag en þá hefst 31. veturinn í starfsemi okkar, segir Jón.

Hinn fyrsta vetur stunduðu 82 nemendur nám á haustönn en 87 á vorönn og þurfti átta stöðugildi í kennslu til, en þau dreifðust á hendur 13 kennara. Alls voru  starfmenn 23 ráðnir til að annast nemendur skólans til bókar og borðs. Starfsmennirnir voru þessir:

Allan Rettedal kenndi þýsku
Anna Kristín Gunnarsdóttir kenndi ensku
Ágústa Eiríksdóttir kenndi heilbrigðisgreinar
Baldur Hafstað var aðstoðarskólameistari og kenndi íslensku
Bjarki  E. Tryggvason kenndi bókhaldsgreinar
Bragi Þór Haraldsson kenndi byggingargreinar
Dóra Þorsteinsdóttir kenndi grunnteikningu
Eiður Bendediktsson kenndi málmiðngreinar
Elsa Jónsdóttir kenndi vélritun
Helga Friðriksdóttir, gegndi ræstingum á heimavist
Jens Kristjánsson gegndi starfi heimavistarvarðar
Jenný Ragnarsdóttir, starfsmaður í mötuneyti heimavistar
Jón F. Hjartarson, skólameistari
Kartrín Finnbogadóttir sinnti skrifstofuhaldi
Margrét Guðmundsdóttir gegndi ræstingum á heimavist
Oddur Eiríksson kenndi líffræði
Olivia Julian Thorsteinsson kenndi ensku og  þýsku
Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir, starfsmaður í mötuneyti heimavistar
Snorri Jóhannsson gegndi húsvörslu
Svava Höjgaard, martráðskona á heimavist
Valgeir Kárason kenndi rafiðngreinar
Þorbjörn Árnason kenndi viðskiptarétt
Þórdís Magnúsdóttir kenndi sögu

 Nú, þrjátíu árum síðar, eru starfsmenn 63 talsins og nemendur 462.

Til stendur að halda upp á afmælið með hátíðardagskrá 24. október, Vetrardaginn fyrsta, sem er byrjunardagur hins 31. vetrar skólastarfsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir