Fjarnámsstofan vel nýtt
Norðanáttin greinir frá því að það sé nokkuð ljóst að íbúar Húnaþings vestra eru duglegir að sækja sér þekkingu hingað og þangað. Það sést ef til vill best á því að aðsókn í Fjárnámsstofu Húnaþings vestra hefur aukist töluvert frá opnun hennar árið 2004. Nemendur mæta í Fjarnámsstofuna ýmist til þess að sitja tíma í viðkomandi skóla í gegnum fjarfundarbúnað eða bara til þess eins að læra þar í sinni eigin tölvu.
Einnig hefur fjölgað verulega að próf séu tekin í Fjarnámsstofunni. Þegar Sigríður Tryggvadóttir tók við starfi umsjónarmanns Fjarnámsstofunnar voru tekin um sex próf þar. Í ár hafa hins vegar um 209 próf verið þreytt í Fjarnámsstofunni; um 20 í maí, 90 í ágúst og 99 nú fyrir jól. Bæði er um það að ræða að prófin séu á framhaldsskólastigi og háskólastigi.
Nemendur þeir sem hafa kosið að taka próf sín í Fjárnámsstofunni hafa allir lýst yfir millli ánægju með þennan möguleika. Stór hluti þeirra gæti ef til vill ekki leyft sér að vera í námi ef þetta væri ekki kostur, en þess ber að geta að Húnaþing vestra hefur hvorki krafist gjalds fyrir afnot af Fjarnámsstofunni né fyrir próftöku.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.