Fjárhagsáætlun Skagastrandar samþykkt samhljóða

Reiknað er með að rekstrarafkoma aðalsjóðs Skagastrandar skili um 31,6 milljóna króna afgangi samkvæmt fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir árið 2010 sem var samþykkt samhljóða á fundi sveitarstjórnar miðvikudaginn 13. janúar sl.

Gert er ráð fyrir að fjárfestingar sveitarfélagsins verði á árinu tæplega 135 milljónir króna og áætlað er að handbært fé verði um 706 milljónir í árslok.

Álagningareglur fyrir árið 2010 verða sem hér segir:

Fasteignaskattur:

Álagning á íbúðarhúsnæði (A-flokkur) verði 0,43% af álagningarstofni. 
Álagning á opinberar stofnanir (B-flokkur) verði 1,32% af álagningastofni.
Álagning á verslunar- og iðnaðarhúsnæði verði (C-flokkur) 1,58% (1,32% + 25%) af álagningarstofni.

Lóðarleiga:
Lóðarleiga verði 1,5% af fasteignamatsverði lóða.

Vatnsskattur:
Vatnsskattur verði 0,3% af fasteignamati, lágmark 7.000  kr. og hámark  21.000 kr.

Holræsagjald:
Holræsagjald verði 0,2% af fasteignamati lóða og mannvirkja

Sorphirðugjald /sorpeyðingargjald:
Sorphirðugjald verði  15.500 kr./íbúð.
Sorpeyðingargjald verði  7.500 kr./íbúð. 
Sorpeyðingargjald á hesthús og fjárhús verði 2.500 kr./hús í notkun. 
Sorpeyðingargjöld verði 10.000 –  200.000 eftir áætluðu magni sorps frá fyrirtækjum og stofnunum.

/Skagastrond.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir