Fjárhagsáætlun 2010 fyrir Blönduósbæ afgreidd

blonduos1Frumvarp fjárhagsáætlunar 2010 fyrir Blönduósbæ og stofnanir hans er lagt var fram til seinni umræðu í bæjarstjórn mánudaginn 21. desember 2010 var samþykkt einróma. Gert er ráð fyrir 55 miljón króna  jákvæðu veltufé frá rekstri.

Niðurstöður frumvarpsins eru að heildartekjur bæjarsjóðs og stofnana hans eru áætlaðar 896 millj.kr. en heildarútgjöldin 915 millj.kr. að meðtöldum reiknuðu stærðunum afskriftir, verðbætur á lán og breytingar áfallinna lífeyrisskuldbindinga alls 92 millj. kr.

Reksturinn skilar 55 millj.kr. skv. áætlaðri niðurstöðu sjóðsstreymis (veltufé frá rekstri).

Rekstur sveitarfélagsins.
Heildarrekstrartekjur á árinu 2010 eru áætlaðar 896 millj.kr. Heildarrekstrarútgjöld eru áætluð 915  millj. kr. En þar af eru reiknaðar afskriftir, áfallnar verðbætur langtímalána og áfallnar lífeyrisskuldbindingar 92 millj. kr. Reiknað er með að jákvætt veltufé frá rekstri verði 55 millj. kr.

Fjárfestingar sveitarfélagsins.

Alls er gert ráð fyrir 168 millj.kr. í fjárfestingar. Helstu verkefnin eru lok framkvæmda við nýbyggingu sundlaugar, nýlagnir í götur við Smárabraut, Sunnubraut og Skúlabraut, jarðvegsskipti við Holtabraut og gatnalýsing við Smárabraut og Brautarhvamm. Áfram verður framhaldið endurnýjun heimaæða vatnsveitu.

Útsvar og fasteignagjöld
Útsvarsprósenta verður óbreytt frá fyrra ári og álagningarstuðlar fasteignagjalda verða sömuleiðis óbreyttir.

Gjaldskrárbreytingar.
Almennt hækka gjaldskrár um 10% frá og með 1. janúar  2010  með eftirfarandi undantekningum:
Gjaldskrá leikskóla hækkar um 10% frá og með 1. janúar 2010 en á móti verður gjaldfrjálst  fyrir 3ja barn foreldra á leikskólanum. Taxtar dagvistunar á skóladagheimili hækka um 5%. Taxtar húsaleigu hækka um 5% og hússjóðs um 10% umfram vísitöluhækkun. Tekin verður upp ný gjaldskrá fyrir akstursþjónustu fatlaðra. Innanbæjarfargjald (á Blönduósi og Sauðárkróki) verður 280 kr. Gjaldið er það sama og almennt strætisvagnafargjald á höfuðborgarsvæðinu. Fargjald á milli Blönduóss og Sauðárkróks verður 500 kr. eða sama gjald og aðrir farþegar greiða með núverandi almenningsbifreið.

Blönduósi, 22. desember 2010.

Arnar Þór Sævarsson

- bæjarstjóri –

palli@feykir.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir