Fisk Seafood greiðir mest á Norðurlandi vestra
feykir.is
Skagafjörður
31.10.2009
kl. 17.25
Í Norðurlandsumdæmi vestra greiðir FISK Seafood á Sauðárkróki greiðir mest lögaðila í opinber gjöld á Norðurlandi vestra, eða röskar 97 milljónir króna. Rammi á Siglufirði kemur næstur með 89 milljónir, þá Sveitarfélagið Skagafjörður með 79 milljónir.
Fjárfestingarfélagið Fell ehf. á Sauðárkróki greiðir fjórðu hæstu gjöldin eða 61 milljón og í fimmta sæti í Norðurlandsumdæmi vestra er Fjallabyggð, sem greiðir 47 milljónir króna í opinber gjöld.
Heimild: RÚV.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.