Fimmföldun á bandvídd Símans vestur um haf
Síminn hefur nú tekið í notkun þriðja sæstrenginn og er um að ræða 2x 500Mb/s samband frá Íslandi til Montreal í Kanada yfir Greenland-Connect sæstrenginn. Tengingin um það bil fimmfaldar bandvídd Símans vestur um haf og eykur heildarbandvídd um 50% til útlanda.
Síminn var fyrsta fyrirtækið sem gerði samning um bandvídd á Greenland Connect en sæstrengurinn var lagður í marsmánuði og er umferð á honum tiltölulega lítil enn sem komið er. Flutningur gagna um sæstrenginn þýðir að niðurhal frá Ameríku er hraðara enda þurfa gögnin ekki að fara um Evrópu fyrst líkt og þegar þau fara um Farice eða Cantat-3.
Þetta þýðir að samskipti vestur um haf verða mun hraðari sem kemur hinum almenna notenda sem og fyrirtæjum sem eru með starfsstöðvar í Ameríku eða eiga mikil viðskipti þar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.