FIFA 2009 mót á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
06.11.2009
kl. 10.00
Á morgun verður haldið FIFA 2009 mót í Félagsheimilinu Blönduósi klukkan 11:00. Um er að ræða keppni þar sem lið eru leidd saman í Playstation 3 leikjatölvum.
Ekkert aldurstakmark er á mótið og skráningargjald er kr. 1.000 og greiðist þegar mætt er til keppni á laugardeginum. Skráningu lýkur klukkan 18:00 í dag. Veglegir vinningar eru í boði fyrir sigurvegarann og því til mikils að vinna að taka þátt. Pizzatilboð verður á staðnum frá Pottinum og pönnunni.
Drög að leikreglum er hægt að sjá HÉR
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.